Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Sunnudagsleiðsögn - Valtýr Pétursson. Síðasta sýningarhelgi.

17458247 10155160020324695 2689907949561526205 n

Guðmundur Ingólfsson og Halla Hauksdóttir, forsvarsmenn Listaverkasafns Valtýs Péturssonar ásamt Ólafi Inga Jónssyni, forverði Listasafns Íslands, munu ganga með gestum um sýninguna Valtýr Pétursson, sunnudaginn 26. mars kl. 14. Þau munu segja frá persónulegum kynnum sínum af Valtý og vitna í bréf og viðtöl. Einstakt tækifæri til að kynnast Valtý, sem var mikill sögumaður og skemmtileg persóna. Valtýr Pétursson (1919−1988) var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna. Sýningunni í Listasafni Íslands er ætlað að gefa yfirlit yfir fjölbreyttan listferil Valtýs.

HönnunarMars - Kleinur og leiðsögn

Reykjavík

17389052 10154526633572852 4544182296660560009 o

Textíl- og grafíkverk unnin út úr áferð eða mynstrum á vegg í heimahúsi vinar listamannsins og sýna kleinur, vöðvabólgu, píkur, kaðla og fax á pony-hesti svo fátt eitt sé nefnt. Með verkunum erum við minnt á fegurðina í hversdagsleikanum. Ókeypis aðgangur. DesignMarch - Doughnuts and designer present Works inspired by irregular patterns on a wall at a friend’s house. Textiles and prints that depict objects such as Icelandic donuts, ropes, inflammation in muscles, and ice cream. The works serve as a reminder of the beauty of everyday life. Free entrance.

Húllafjör á KEX

Heimilislegir sunnudagar á Kex Hostel

17436262 1404461119627900 6714345119335779247 o

Húllafjörið er húllasmiðja þar sem þáttakendum er mætt á getustigi hvers og eins. Engrar kunnáttu er þörf til þess að vera með og allir læra á sínum hraða. Húlladúllan verður með heila hrúgu af húllahringjum. Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir

Hönnunarspjall/Designtalk

Íslenska óperan / The Icelandic Opera

17436232 1549752848376322 4137646565211161960 o

Íslenska óperan tekur þátt í HönnunarMars 2017: María Th. Ólafsdóttir höfundur búninga í rússnesku óperunni Évgení Onegin eftir Tchaikovskí stígur á stokk og segir gestum frá frá sköpunarferlinu við gerð búninganna og undirbúningsvinnu fyrir sýninguna. Allir hjartanlega velkomnir! ----------------------------------------------------------------------------- The Icelandic Opera is at DesignMarch 2017: María Th. Ólafsdóttir costume designer made the costumes for Tchaikovsky´s opera Eugene Onegin that was staged in the fall 2016 at the Icelandic Opera in Harpa. She will have a design talk about her work on the costume creation for the Icelandic Opera.

Elsa Nielsen - kort og veggspjald með stólum - tilboð

Hönnunarsafn Íslands

17436278 10154340368986497 5368975180743438507 o

Sunnudaginn 26. mars kynnir Elsa Nielsen samstarfsverkefnið #einnádag og nýjar vörur, veggspjald og gjafakort sem Hönnunarsafnið gefur út á HönnunarMars 2017. Sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll, Þóra Sigurbjörnsdóttir, mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað. Léttar veitingar og tilboð á vörunni í safnbúð safnsins á meðan á kynningu stendur. Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hefur getið sér gott orð fyrir teikningar sínar #einádag sem hún hefur birt á Instagrammi reglulega. Í tilefni af HönnunarMars 2017 leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við Elsu um að teikna hluti úr safneign safnsins. Stólasafnið varð fyrir valinu enda fjölbreyttur safnkostur og nokkuð dæmigerður í öllum hönnunarsöfnum. Elsa hóf leikinn á Safnanótt, þann 3. febrúar síðastliðinn og teiknar einn stól á dag í 28 daga eftir jafnmarga íslenska hönnuði. Stólarnir verða til sýnis á sýningunni Stóll og frumteikningar Elsu einnig. Í safnbúð verður til sölu veggspjald með stólunum 28 eftir Elsu og úrval gjafakorta með mynd af íslenskum stól. Ágóði af sölu þessara vara rennur til uppbyggingar safnkosts safnsins, sem felst í að kaupa íslenska hönnun af íslenskum hönnuðum.

Síðasti sýningardagur og leiðsögn kl. 14:00

17311086 1334446119944793 1377957802299471336 o

Anna Hallin, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason / Pabbakné fara með gestum og ræða um verk sín á sýningunni Nautn / Conspiracy of Pleasure - á síðasta sýningardegi hennar. Sýningin er eins konar könnunarleiðangur um ólíkar birtingarmyndir nautna; hvernig hún þær birtast í neyslusamfélagi samtímans, sem árátta, neysla og /eða erótík en líka líka í glímunni við efni og áferð við listsköpun. Auk þeirra þriggja sem ræða um verk sín á lokadegi sýningarinnar eru þar einnig verk eftir Birgi Sigurðsson, Eygló Harðardóttur og Guðnýju Kristmannsdóttur sem þegar hafa rætt um eigin verk.

Spjallað um stóla

Hönnunarsafn Íslands

17362656 10154340359796497 3249380103785468417 n

Sunnudaginn 26. mars kl. 14-15:30 mun Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll segja frá stólum á sýningunni. Með henni verður Elsa Nielsen grafískur hönnuður sem hefur teiknað einn stól á dag úr safneign safnsins og verður gefinn afsláttur í safnbúð á þessum tíma á nýjum vörum, veggspjaldi og gjafakortum eftir Elsu hefur hannað. Léttar veitingar á meðan á spjalli stendur! Hönnunarsafn Íslands býður upp á stólasýningu á HönnunarMars í ár. Stólarnir eru úr sístækkandi safneign Hönnunarsafnsins. Þeir elstu frá 4. áratugnum en sá yngsti frá 2013. Stólasafnið telur nokkur hundruð stóla, allt frá innlendri og erlendri fjöldaframleiðslu til stóla sem voru sérhannaðir fyrir ákveðna staði eða frumgerðir sem hönnuðir leggja fram sem tillögur í þróunarvinnu sinni.

Vetrarferðin - Sígildir Sunnudagar

Harpa

17155529 10210825631609907 5281610870419870311 n

Barítónninn Ágúst Ólafsson og píanóleikarinn Gerrit Schuil flytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert. Ágúst og Gerrit flytja alla ljóðaflokka Schuberts í tónleikaröð Gerrit Schuil, Ljóðaflokkar, sem er hluti af Sígildum Sunnudögum í Hörpu. Þeir hafa þegar flutt Malarstúlkuna fögru og næst flytja þeir Svanasöng Schuberts 23. apríl. Vetrarferðin/Winterreise er einn þekktasti ljóðaflokkur sem um getur í tónlistarsögunni en þar tókst Schubert að færa hið mannlega í tónaform með þvílíkri snilld að verkið skapar honum sérstöðu fram á þennan dag. Vetrarferðin var samin í tveimur hlutum við 24 ljóð Müllers sem lést 33 ára árið 1827, sama ár og Schubert lauk við annan hluta ljóðaflokksins. Ágúst Ólafsson er einn fremsti barítónsöngvari Íslendinga. Hann lærði söng í Helsinki en kom svo heim eftir að námi lauk. Fjölbreytt verkefnaval hans í óperunni, á tónleikum og í óratóríum sýna breidd hans sem flytjanda. Styrkleikar hans koma skýrt fram í ljóðasöng og fyrir hann hefur hann hlotið hrós ekki ómerkari manna en Schwarzkopf og Fischer-Dieskau. Árið 2010 fluttu Ágúst og Gerrit Schuil alla ljóðaflokka Schuberts á Listahátíð og hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Í framhaldinu voru þeir hvattir til að endurtaka flutninginn, sem þeir nú gera. https://www.tix.is/is/harpa/event/3588/ljo-aflokkar-agust-olafsson-og-gerrit-schuil/

Making a Murderer umræður

Sena

14884659 1151899531553028 2713863752797881921 o

Lögfræðingarnir Dean Strang og Jerry Buting úr Netflix þáttunum Making a Murderer spjalla um þættina og málið við Berg Ebba og áhorfendur, í Silfurbergi Hörpu. ____________________________________________________________ Umræðan sem skapaðist eftir að bandarísku heimildaþættirnir Making a Murderer duttu inn á Netflix fór ekki fram hjá neinum. Allir höfðu skoðun á málinu, málsmeðferðinni hvernig framleiðendur þáttanna fjölluðu um málið. Lögfræðingar Stevens, þeir Dean Strang og Jerry Buting, voru hetjur þáttanna og gagnrýndu harðlega hvernig lögregla, lögfræðingar og dómskerfið meðhöndlaði málið. Þeir félagar, Dean og Jerry, urðu í kjölfar þáttanna óvænt að hálfgerðum stjörnum víða um heim og umræður á netinu um um þá félaga fór um víðan völl, allt frá réttlætiskennd þeirra og tilfinninganæmi yfir í fatasmekk og jú, eitthvað var rætt um kynþokka. En báðir voru sammála um að eiginkonum sínum fyndist það sprenghlægilegt! Nú er tækifærið til að fá svör við öllum þeim spurningum sem brenna enn á vörum okkar um málið og þættina! Nánar: www.sena.is/mam Miðasala: http://bit.ly/harpamam

Svartir Sunnudagar: They Live!

Bío Paradís

17426307 1283768451659733 1231253365832257724 n

They Live er frábær kult klassík úr smiðju John Carpenter. Hún hefur verið kölluð undarlegt tilbrigði við Invasion of the Body Snatchers þar sem Carpenter sýnir fram á meistaralega takta með að brúa bilið á milli hryllingsmyndar og gamanmyndar. Ætlar þú að hlæja eða gráta á THEY LIVE? Eða falla í trans eða froðufella? Mættu á Svartan Sunnudag og fáðu að upplifa þessa snilld aftur með okkur á SVÖRTUM SUNNUDEGI! English A drifter discovers a pair of sunglasses that allow him to wake up to the fact that aliens have taken over the Earth. WE ARE SO EXCITED to watch THEY LIVE together on a BLACK SUNDAY, stay tuned!