Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Austurland* Make it happen again

Kex Hostel

16819290 1374095902664665 5207350584068126947 o

Á Austurland* Make it happen again fögnum við hugmyndaauðgi og framkvæmdagleði. Nú vorar og við að austan bjóðum gestum HönnunarMars á frjósemishátíð austfirskra fjöllistamanna, þar sem við minnumst hugmynda fortíðarinnar og leggjum línur að verkefnum framtíðarinnar. Föstudagur 24.mars er dagur fullur af frjósemi. Dagskrá hér að neðan: // Austurland: Make it happen again is a feast of ideas and productivity. Spring is around the corner and we invite you to join us in the celebration the fertile grounds of East Iceland. Designers and artists tell the stories of past ideas and sow the seeds for future projects. Friday 24 March is a day full of fun. Schedule below: // 12:00 Formleg opnun sýningar - léttar veitingar og tónlist. Bragð af Austurlandi á matseðlinum hjá Kex í hádeginu og um kvöldið. // Opening. Food from Austurland. 13:30 Leiðsögn um sýninguna // Guided tour around the exhibition 14:00 Pecha Kucha örfyrirlestrar *ALVARA // Hönnunarstúdíó *Garðar Eyjólfsson // Dósent í vöruhönnun hjá Listaháskóla Íslands *Daniel Nystrom // Áfangastaðurinn Austurland 15:30 Leiðsögn um sýninguna // Guided tour around the exhibition 16:00 Pecha Kucha örfyrirlestrar *Goddur // Prófessor hjá Listaháskóla Íslands *Jonatan Spejlborg // Einn af stofnendum LungA skólans (EN) *Pete Collard // Design curator (EN) *Suzanne Arhex og Karna Sigurðardóttir // MAKE tengslanetið í máli og myndum (EN) 18:30 Opnun á heimasíðunni Austurland.is // Destination design Austurland opens a new website Loka partý // Final party 19:00 Svanur Vilbergs 19:30 Dj Ívar Pétur 20:15 Vinny Vamos 21:00 Austurvígstöðvarnar 21:45 Prins Póló Sýningin er einnig opin um helgina á laugardeginum frá 11:00-17:00 og sunnudaginn 13:00-17:00. // The exhibition is open all weekend. Saturday 11.00-17.00 Sunday 13.00-17.00 Hátíðin er einnig endurfundir þeirra sem muna eftir hinni töfrandi hönnunarráðstefnu Make it Happen sem haldin var á Austurlandi 2012, og tækifæri fyrir þá sem misstu af að stíga inní vítt og grípandi tengslanet MAKE. Fræjum var sáð á ráðstefnunni og hafa fjölmörg íslensk og alþjóðleg verkefni sprottið úr frjórri moldinni víða um heim. Nú fimm árum síðar hittumst við aftur til að kynna verkefni, skrásetja þróun þess skapandi samfélags sem MAKE spannar, og efnum til nýrra tengsla og nýrra verkefna. Austfirskir hönnuðir kynna verk sín og hugmyndaauðgi, austfirskur biti verður borinn á borð, Pecha Kucha fyrirlestraröð hressir andann, og austfirsk tónlistarveisla með Prins Póló tónleikum um kvöldið. Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland verður einnig kynnt þar sem hönnunarhugsun hefur mótað verkferlið frá upphafi. Meðal þátttakenda eru: Garðar Eyjólfsson vöruhönnuður, Alvara fatahönnuðnarteymi, Guðmundur Úlfarsson leturhönnuður, hönnunarteymið RoshamBo, verðlaunaverkefnið Designs from Nowhere, Suzanne Arhex teiknari, Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður, Phillippe Clause, Austurbrú og Hönnun Áfangastaðarins Austurlands, LungA skólinn á Seyðisfirði, Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði, Ólafur Ágústson matreiðslumaður, Svanur Vilbergsson gítarleikari, pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar, Prins Póló, Dj Ívar Pétur og fleiri fjöllistamenn. Um sýningarstjórn sér Sigrún Halla Unnarsdóttir. Föstudagurinn 24.mars er dagur fullur af fjöri frá kl. 12:00–23:00 og svo er sýningin opin um helgina á laugardeginum frá 11:00-17:00 og sunnudaginn 13:00-17:00.

Design Diplomacy x DesignMarch x Swedish Embassy

17218735 1416338745087159 7861885308427099676 o

This new addition to the DesignMarch programme takes you to the diplomatic circles. In this concept, created by Helsinki Design Week and first launched in 2016, we invite you to the diplomats’ residences for a series of design-centred discussions. Bosse Hedberg, the Swedish Ambassador in Reykjavik has invited two designers - Jesper Kouthoofd (SWE) and Sigga Heimis (ISL) for a conversation powered by a specially designed game of question cards. Drinks and snacks will be provided and you'll have a chance to speak to the designers and other guests once the card game is finished in an informal mingling session. Please note, because of the limited space, only registered guests will be admitted to the event. -- Jesper Kouthoofd is CEO and co-founder of Teenage Engineering - one of the most interesting and innovative consumer electronics brands of the last years. In the 1990s Kouthoofd was an art director at one of the toughest ad agencies in the world, Paradiset. He was also one of the founders of Acne, the multi-disciplinary creative collective which spawned, amongst other things, the epynomous fashion label. Sigga Heimis is an industrial designer from IED/Domus in Milan, Italy. She has worked in different fields of industrial and product design and was an in-house designer at Ikea/Sweden for 7 years. After that she has worked as a Design Manager for Fritz Hansen in Denmark. Now she focuses fully on the Sigga Heimis studio. One of her passions is working with various design schools in the world and she has held countless lectures and workshops about design.

Design Diplomacy x DesignMarch x French Embassy

17211968 1416341341753566 2269093788117880348 o

This new addition to the DesignMarch programme takes you to the diplomatic circles. In this concept, created by Helsinki Design Week and first launched in 2016, we invite you to the diplomats’ residences for a series of design-centred discussions. Philippe O’Quin, French Ambassador in Reykjavik has invited two designers - Inga Sempe (FR) and Sigga Sigurjóns (ISL) for a conversation powered by a specially designed game of question cards. Drinks and snacks will be provided and you'll have a chance to speak to the designers and other guests once the card game is finished in an informal mingling session. Please note, because of the limited space, only registered guests will be admitted to the event. -- INGA SEMPE is a French designer and constructor of technical items, who designs furniture, lamps and other design objects for manufacturers like Ligne Roset, Alessi und Baccarat. She was awarded the Red Dot Design Award in 2007. SIGGA SIGURJONS is a multidisciplinary designer and a former Professor of product design at The Iceland Academy of the Arts. In 2010 Sigridur founded SPARK DESIGN SPACE in Reykjavík. Spark is a platform for excellent design projects with a focus on local initiatives and startups.

Rockall á HönnunarMars // Rockall on DesignMarch

Reykjavík

17352442 1067164323414514 4984980918963924744 n

The Travelling Embassy of Rockall presents its summer project on DesignMarch 2017: Initiatives to explore and support a growing biking culture in Reykjavík. At our location in the old Héðinshús on Seljavegur 2, we will build on experience from our project last summer to demonstrate the possibilities of initiatives catalysed by art and social interaction in the urban landscape. Moreover, we will present a current cultural exchange project with the municipality of Rotterdam. Here the Icelandic swimming pool culture is discussed in the light of the Dutch biking culture - both of which represent conditions for interactions on a daily basis among urban citizens. Come and participate in exploring ways to develop the biking culture in Reykjavík - take a ride on one of our circus bikes, play a board game, engage in talks and debates, or simply just have a cup of coffee. Talks and performances to be announced soon! /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Farandssendiráð Rockall kynnir verkefni sumarsins á HönnunarMars 2017: Tækifæri og leiðir til þess að kanna og styðja við vaxandi hjólamenningu í Reykjavík. Í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 munum við deila reynslu okkar af verkefni síðasta sumars og sýna fram á þá möguleika sem felast í samfélagslegum tilraunaverkefnum og hvernig þau geta stutt við samskipti fólks í borginni. Auk þess munum við kynna erlent samstarfsverkefni þar sem hollenska hjólamenningin er rædd í ljósi íslensku sundlaugamenningarinnar. Ferðir okkar á hjólinu eru nefnilega líka kjörinn vettvangur til þess að glæða borgarlandslagið lífi, eiga í samskiptum og spjalla um daginn og veginn - og jú, líka veðrið. Komdu við hjá okkur á HönnunarMars og taktu þátt í að kanna með okkur leiðir til þess að þróa og bæta hjólamenninguna í Reykjavík. Til að mynda getur þú hoppað á eitt sirkúshjólanna okkar, spilað borðspilið okkar, tekið þátt í umræðum, eða bara tilt þér niður og fengið þér kaffibolla. Nánari upplýsingar um Farandssendiráð Rockall og fyrri verkefni: // To read about the Travelling Embassy of Rockall and its past endeavours: http://www.rockall.is/ https://www.facebook.com/RockallEmbassy/ https://www.instagram.com/RockallEmbassy/

PRINS PÓLÓ PARTÝ - Austurland: make it happen again

Kex Hostel

17240551 1400368106704111 1257247244001472108 o

PARTÝ! Í kjölfar sýningarinnar Austurland: make it happen again sem stendur yfir í Gym & Tonic salnum á Hönnunarmars setjum við lokapunktin á frábærum opnunardegi með því að njóta matar, drykkjar og ljúfra tóna. Austfirskur biti á matseðlinum hjá Kex. Byrjum kvöldið kl. 18:30 með opnun á heimasíðunni Austurland.is Síðan stíga á stokk eftirfarandi snillingar: 19:00 Svanur Vilbergs gítarleikari 19:30 Dj Ívar Pétur þeytir skífum 20:15 Vinny Vamos 21:00 Austurvígstöðvarnar 21:45 Prins Póló lokar kvöldinu og sendir okkur út í nóttina í gleðivímu Allir hjartanlega velkomnir!

Útgáfutónleikar: Víkingur spilar Philip Glass

Harpa

16402548 10154355987177029 3552889159768718084 o

Smellið hér til að tryggja ykkur miða: http://bit.ly/2kKs2PN Brot úr dómum um diskinn sem birtust í febrúar: "Volcanic temperament, great virtuosity, a taste for challenges.” -Le Monde) "A daring and unique artist" -Bachtrack.com "This is, frankly, one of the best single discs of Glass piano music I've ever heard, with a full spectrum of dynamics heard along with both personal utterances and works of true grandeur" -Buffalo News "With his interpretation of the piano etudes of Philip Glass, the 32-year-old musician achieves nothing less than a pianistic masterpiece of deep emotions and overwhelming force" Klassikakzente.de "the perfect blend of playful free spirit and technical finesse." -Crescendo Magazine Víkingur Heiðar Ólafsson leikur píanóverk Philip Glass á einleikstónleikum í Eldborg í tilefni af útgáfu fyrstu plötu sinnar hjá Deutsche Grammophon. Philip Glass er meðal áhrifamestu tónlistarmanna samtímans. Hann fagnar áttræðisafmæli sínu 31. janúar og verður tónlist hans í brennidepli víða um heim á þessu ári. Víkingur kynntist Philip Glass árið 2014 þegar tónskáldið sótti Hörpu heim og hafa þeir síðan flutt etýður Glass í Gautaborg og London. Dómar um flutning Víkings á etýðunum í Barbican, London: "amazing virtuosity ... monumental, rapt intensity" Telegraph "mesmerising" Financial Times Sérstakir gestir á tónleikunum verða Strokkvartettinn Siggi sem mun ásamt Víkingi flytja tvær nýjar umritanir á verkum tónskáldsins.

Flashdance - föstudagspartísýning

Bío Paradís

16402677 1235810339788878 1898473334525030509 o

English below Myndin greinir frá stúlku sem vinnur fyrir sér með logsuðustörfum á daginn en dreymir um að verða atvinnudansari. Til að koma fólki í rétta gír­inn þá hvetjum við fólk til að mæta í 80s gall­an­um og syngja með. All­ir dans­unn­end­ur og Flashdance aðdáendur ættu að fjöl­menna föstudagspartísýningu, 24. mars kl 20:00! Tvö lög úr mynd­inni urðu mjög vin­sæl, tit­il­lag mynd­ar­inn­ar What a feel­ing eft­ir Irene Cara, en lagið hlaut Óskar­sverðlaun­in og Gold­en Globe verðlaun­in. Hitt lagið, Maniac, eft­ir Michael Sem­bello var til­nefnt til Óskar­sverðlaun­ana. Skemmst er frá því að segja að Jenni­fer Beals naut aðstoðar annarra dans­ara (body- dou­ble) í flest­öll­um dans­atriðunum. Tilboð verða á barnum, ekki missa af þessari stórskemmtilegu mynd, í Bíó Paradís! English A Pittsburgh woman with two jobs as a welder and an exotic dancer wants to get into ballet school. If you are up to it, we encourage you to show up in your 80´ costume for our Friday Night Party Screening of FLASHDANCE, March 24th at 20:00! Our bar will be wide open! Flashdance was the first collaboration of producers Don Simpson and Jerry Bruckheimer and the presentation of some sequences in the style of music videos was an influence on other 1980s films, including Top Gun (1986), Simpson and Bruckheimer’s most famous production. Its soundtrack spawned several hit songs, among them “Maniac” performed by Michael Sembello and the Academy Award–winning “Flashdance… What a Feeling“, performed by Irene Cara, which was written for the film.

Endless Dark & Future Figment á Húrra

Húrra

17097981 1243280239122173 3903598979395593849 o

ENDLESS DARK og Future Figment halda algjöra Þungarokksveislu á Húrra þann 24. mars. Ekki láta þig vanta! 1.000 kr inn Miðasala byrjar kl. 21 Tónleikar byrja kl. 22

Ó Ó Ingibjörg

Mengi

17359100 1247155362064099 6133291805472473038 o

Ó Ó Ingibjörg Ingibjörg, Óskar og Ómar Guðjónsbörn koma fram í Mengi föstudagskvöldið 24. mars klukkan 21. Miðaverð: 3000 krónur. Ó Ó Ingibjörg er skipað þeim Guðjónsbörnum, Ingibjörgu, sópransöngkonu, Óskari, saxofónleikara og Ómari, gítarleikara. Samstarf þeirra systkina hófst formlega árið 2007 er þau gáfu út hljómdiskinn Ó Ó Ingibjörg og héldu í kjölfarið fjölda tónleika víða um land. Sameiginlegur vettvangur þeirra í tónlistinni hefur aðallega verið í fjársjóði íslenskra sönglaga sem oft eru nefnd “síðasta lag fyrir fréttir”. Í flutningi þeirra systkina “klæðast” sönglögin frumlegum búningi, þar sem klassík og jass mætast og úr verður spennandi og tilraunakenndur bræðingu. Einnig eru þau með frumsamin lög eftir þá bræður Óskar og Ómar á efnisskrá sinni. Ingibjörg stundaði nám í Tónlistarskóla Garðabæjar en framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hún hefur sungið fjölda einsöngs- og kammertónleika, verið einsöngvari með kórum og sinfóníuhljómsveitum og sungið á íslensku óperusviði. Ingibjörg er kórstjóri Kvennakórs Garðabæjar og jafnframt stofnandi en einnig er hún söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Bræðurnir Óskar saxofónleikari og Ómar gítarleikari hafa verið áberandi í djass- og dægurlagamenningu landsins. Þeir stunduðu báðir nám við Tónlistarskóla FÍH og hafa spilað með mörgum ólíkum hljómsveitum, bæði í djass- og dægurlagageiranum. Þeir eru meðlimir í djasshljómsveitinni ADHD sem hefur m.a. gefið út fimm hljómdiska og verið einkar virk á tónleikasviðum bæði hérlendis og erlendis. Báðir hafa þeir hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin. Ljósmynd: Gunnar Svanberg