Viðburðir - Höfuðborgarsvæðið

Skrá viðburð

Glíma

Mengi

16707649 1216161588496810 6196029892357567101 o

Glíma Völundurinn Guðmundur Lúðvík hefur um árabil kannað form og notagildi í gegnum list og hönnun. Á undanförnum árum hefur Guðmundur Lúðvík haslað sér völl á erlendri grundu, bæði undir eigin nafni sem og í félagi við hönnnuðinn Hee Welling undir nafninu Welling/Ludvik. Þeir hafa hlotið ýmsar viðurkenningar, innan sem utan Danmerkur og árið 2013 voru þeir tilnefndir sem hönnuðir ársins í Danmörku. Hönnun Guðmundar Lúðvíks og Welling/Ludvik er framleidd af fjölmörgum þekktum húsgagnaframleiðendum og má þar nefna Arco (NL), Area declic (IT), Fredericia (DK), Erik Jørgensen (DK), Lapalma (IT) og Caneline (DK). Sýningin Glíma í Mengi á Hönnunarmars 2017 veitir okkur einstaka innsýn í vinnuferli Guðmundar Lúðvíks þar sem við fáum að kynnast glímu hönnuðarins við að þróa verk frá hugmyndarstigi til framleiðslu. Verið velkomin á opnun sýningarinnar fimmtudaginn 23. mars frá kl. 18 til 21 þar sem gestum verður boðið upp á léttar veitingar. Laugardaginn 25. mars kl. 15 mun Guðmundur Lúðvík fara yfir feril sinn og verk auk þess að glíma við spurningar viðstaddra. Opnunartími sýningarinnar er sem hér segir: Fimmtudagur 23. mars: 18 - 21 ► OPNUN Föstudagur 24. mars : 11 - 22 Laugardagur 25. mars : 11 - 17 ► SPJALL VIÐ HÖNNUÐ KL. 15 Sunnudagur 26. mars : 13 - 17 --------------------------------------- Glíma The artisan Gudmundur Ludvik has throughout his career explored shapes and its function in his art and design. In recent years, Gudmundur Ludvik has established himself on the international stage, both under his own name as well as in cooperation with the designer Hee Welling as Welling/Ludvik. They have won several national and international prizes for their furniture and were in 2013 nominated as Danish Designer of the Year. The exhibition Glíma at Mengi at Design March 2017 provides an unprecedented access into the creative process of Gudmundur Ludvik's design where a designers wrestle of turning an idea into a finalised product is examined. Please join us for the vernissage on Thursday 23rd of March from 18 and 21 where some light refreshments will be served. On Saturday March the 25th at 3pm Gudmundur Ludvik will discuss his career and work as well as wrestle with questions from the audience. The exhibition opening hours Thursday March 23rd : 18 - 21 ► VERNISSAGE Friday March 24th : 11 - 22 Saturday March 25th : 11 - 17 ► DESIGNER CHAT at 3pm Sunday March 26h : 13 - 17

Hvað er í gangi? Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur

Reykjavík

17098116 10154867471705042 5654876005171955492 o

English below: Miðborg Reykjavíkur verður til skoðunar á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á Hönnunarmars. Markmiðið er að veita borgarbúum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir. Sagan á bakvið miðborgina verður sögð í myndum, módelum, textum og viðtölum. What‘s going on? New development in downtown Reykjavik Downtown Reykjavík will be in the spotlight in an exhibition in the City Hall during Design March. Specially built models, archival pictures, texts and interviews will give unique insight into the extensive developments that are taking place in the city.

Poschner stjórnar Bruckner

Harpa

14711614 1303131516377576 8983007632986932659 o

Sinfóníur Antons Bruckners eru meðal þess glæsilegasta sem samið var fyrir hljómsveit á síðari hluta 19. aldar. Mikilfenglegur hljómur þeirra er engu líkur, stórbrotnir tónflekar renna saman í áhrifamikla heild og ekki síst gefur hljómur málmblásturshljóðfæranna verkum hans einstakan lit og áferð. Sinfónían nr. 8, sem jafnan er talin með bestu sinfóníum Bruckners, var fullgerð árið 1890 og tileinkuð sjálfum Frans Jósef I. Austurríkiskeisara. „Þessi sinfónía er krúnudjásn tónlistarinnar á vorum dögum“ sagði einn hugfanginn hlustandi og tónjöfrarnir Hugo Wolf og Johann Strauss voru á sama máli. Sinfóníur Bruckners hljóma sjaldan hér á landi og sú áttunda hefur ekki heyrst í rúman áratug. Það er því fagnaðarefni að flutningur hennar nú verði í öruggum höndum Markusar Poschners, sem hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands margoft frá árinu 2009. Það er samdóma álit manna að þessi þýski stjórnandi, sem gegnir stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bremen, hafi einstakt vald á öllum blæbrigðum hljómsveitarinnar og að SÍ leiki sjaldan betur en undir hans stjórn.

Íslenska óperan á Hönnunarmars í Hörpu

Harpa

17310182 1541352702549670 3148089398513772632 o

Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur úr rússnesku óperunni Évgeni Onegin sem Íslenska óperan setti upp haustið 2016 eru einstakt augnakonfekt og náðu að skapa andrúmsloft og umgjörð sem fangaði augað. Búningarnir eru sérlega glæsilegir og unnir af natni þar sem hvert smáatriði skiptir máli og fær að njóta sín. Uppfærslan var valin ,,Tónlistarviðburður ársins 2016" á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sýningarstjóri er Ása Lára Axelsdóttir kjólameistari.