Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

DesignTalks 2017

16996215 1405219782865722 5937582119766039157 n

💬 (English below) MANNSKEPNAN & MÓÐIR JÖRÐ DesignTalks fer fram í Silfurbergi, Hörpu fimmtudaginn 23. mars. Í bígerð er einstakur viðburður sem áhugafólk um nýjustu strauma og stefnur í hönnun og arkitektúr lætur ekki framhjá sér fara. Á DesignTalks 2017 skoðum við samband okkar við náttúruna - við hvert annað - og okkur sjálf. Vð könnum hvort og hvernig óvissa og óstöugleiki knúi fram leit okkar að hinu tæra, sanna og því hráa. Leit að fegurð og jafnvel ljótleika líka. Hvernig við reynum að endurvekja tengslin við náttúruna og sjálfið með eflingu skilningavitanna í gegnum ósvikna reynslu, en á stundum einnig með mótsagnakenndri hjálp tækninnar. Á sama tíma og borgirnar kljást við öran vöxt, íbúarnir takast á við aukna mannmergð og nýja nágranna, er hvert og eitt okkar á harðahlaupum til bjargar sjálfum sér - og móður jörð. Framúrskarandi hönnuðir víðsvegar að úr heiminum taka til máls: Paul Bennett hjá IDEO, Alexander Taylor, Ersin Han Ersin hjá Marshmallow Laser Feast, Christien Meindertsma, Michèle Degen og Elisa Pasqual og Marco Ferrari hjá Studio Folder. Dagurinn er skipulagður af Hönnunarmiðstöð Íslands með stuðningi frá Arion banka og Reykjavíkurborg. Nánar á 👉 www.honnunarmars.is 💬 (English) DesignTalks | BRUT NATURE A day of inspirational talks by leading designers and design thinkers on the impact and relevance of design, DesignTalks is the opening event of DesignMarch. DesignTalks seeks to inspire creative professionals, businesses, thought leaders and designers themselves, and to spark interdisciplinary collaborations between them that will create better futures. This year, according to DesignTalks curator Hlín Helga Guðlaugsdóttir, DesignTalks will “explore our relationship with nature—our relationship with each other—and ourselves.” Leading designers will explore how uncertainty may be reinforcing our quest for the pure, the authentic, the raw; for beauty—and perhaps ugliness too; how we now increasingly seek to reconnect with nature, our cities, and ourselves through new and old ways. Speakers include: Paul Bennett of IDEO, Alexander Taylor, Marshmallow Laser Feast, Christien Meindertsma and Michèle Degen. We warmly invite you to join us for an exciting day of new ideas, lively conversation, and an exploration of where our world is headed next. Get all the juicy details here 👉 www.designmarch.is

Kynningarfundur - breytingar á deiliskipulagi Suðurhafnar

17359372 1473348506031091 8435400280146562547 o

Haldinn verður kynningarfundur fimmtudaginn 23. mars kl 17 í Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnarfirði þar sem kynnt verður breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5. Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 1. febrúar 2017 var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í tillögunni er gert ráð fyrir heilmild til að reisa skrifstofu- og þjónustuhús og breyta hámarkshæð bygginga og húsagerð, stækkun byggingarreits, hækkun nýtingarhlutfalls og heimildar til byggingar bílakjallara. Vonumst til að sjá sem flesta!

TEDxReykjavíkSalon: Beyond Economy

16797004 10158250258595111 9146521080870757382 o

Get ready for the next TEDxReykjavíkSalon experience! We are going beyond the very concept of value. Does it sound blurry? Here is how we will take up this challenge: The current economic system, we are told, is failing. We invite you to look at the underlying assumptions behind it, assumptions that lead us to the following questions: What do we ultimately value in our society and how? Having that in mind, how can we move towards valuing different things or, differently valuing the same things? Are these things changing their identity because of the value we attribute to them? From such philosophical questions to practical applications of value, we will explore the realms of alternative economies in our second TEDxReykjavikSalon event. By far, more than a question of money or currency, we will show how the idea of value lies at the heart of the way the world is connected globally in multiple ways. Join us, we will value your participation beyond time and space. Here are the speakers that will carry our imagination beyond economy: Arnar Sigurdsson, Hlynur Þór Björnsson, Jacky Mallett, Gunnar Stefansson and Anna Helga Jónsdóttir. Here is the schedule: 18:00 - 19:15 - 1st session: 5 min introduction 15 min talk(s) 30 min moderated debate 25 min Q&A from the audience 19:15 - 19:45 - active break & refreshments 19:45 - 21:00 - 2nd session: 15 min talk(s) 30 min moderated debate 25 min Q&A from the audience 5 min thank you/ closing the event The newly-opened PREPP is hosting us for the evening. Time to get cozy again with TEDxReykjavik :). They will provide us with cakes and hot drinks, included in the ticket price. Discounts will be available for extra food options on their menu. We have a very limited number of tickets for this event, but we are offering you the chance of reserving tickets! To reserve tickets, send us an email at tedxreykjavik@gmail.com with the subject "TEDxReykjavikSalon" and tell us your full name. You can reserve more than one ticket. Tickets are 1500 ISK and you pay at the door, cash only! Note: As TEDxReykjavík always aims to host international and inclusive events, this event will take place in English, so don't worry if you don't speak Icelandic, sign up!

Glíma

Mengi

16707649 1216161588496810 6196029892357567101 o

Glíma Völundurinn Guðmundur Lúðvík hefur um árabil kannað form og notagildi í gegnum list og hönnun. Á undanförnum árum hefur Guðmundur Lúðvík haslað sér völl á erlendri grundu, bæði undir eigin nafni sem og í félagi við hönnnuðinn Hee Welling undir nafninu Welling/Ludvik. Þeir hafa hlotið ýmsar viðurkenningar, innan sem utan Danmerkur og árið 2013 voru þeir tilnefndir sem hönnuðir ársins í Danmörku. Hönnun Guðmundar Lúðvíks og Welling/Ludvik er framleidd af fjölmörgum þekktum húsgagnaframleiðendum og má þar nefna Arco (NL), Area declic (IT), Fredericia (DK), Erik Jørgensen (DK), Lapalma (IT) og Caneline (DK). Sýningin Glíma í Mengi á Hönnunarmars 2017 veitir okkur einstaka innsýn í vinnuferli Guðmundar Lúðvíks þar sem við fáum að kynnast glímu hönnuðarins við að þróa verk frá hugmyndarstigi til framleiðslu. Verið velkomin á opnun sýningarinnar fimmtudaginn 23. mars frá kl. 18 til 21 þar sem gestum verður boðið upp á léttar veitingar. Laugardaginn 25. mars kl. 15 mun Guðmundur Lúðvík fara yfir feril sinn og verk auk þess að glíma við spurningar viðstaddra. Opnunartími sýningarinnar er sem hér segir: Fimmtudagur 23. mars: 18 - 21 ► OPNUN Föstudagur 24. mars : 11 - 22 Laugardagur 25. mars : 11 - 17 ► SPJALL VIÐ HÖNNUÐ KL. 15 Sunnudagur 26. mars : 13 - 17 --------------------------------------- Glíma The artisan Gudmundur Ludvik has throughout his career explored shapes and its function in his art and design. In recent years, Gudmundur Ludvik has established himself on the international stage, both under his own name as well as in cooperation with the designer Hee Welling as Welling/Ludvik. They have won several national and international prizes for their furniture and were in 2013 nominated as Danish Designer of the Year. The exhibition Glíma at Mengi at Design March 2017 provides an unprecedented access into the creative process of Gudmundur Ludvik's design where a designers wrestle of turning an idea into a finalised product is examined. Please join us for the vernissage on Thursday 23rd of March from 18 and 21 where some light refreshments will be served. On Saturday March the 25th at 3pm Gudmundur Ludvik will discuss his career and work as well as wrestle with questions from the audience. The exhibition opening hours Thursday March 23rd : 18 - 21 ► VERNISSAGE Friday March 24th : 11 - 22 Saturday March 25th : 11 - 17 ► DESIGNER CHAT at 3pm Sunday March 26h : 13 - 17

Hvað er í gangi? Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur

Reykjavík

17098116 10154867471705042 5654876005171955492 o

English below: Miðborg Reykjavíkur verður til skoðunar á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á Hönnunarmars. Markmiðið er að veita borgarbúum innsýn í þá uppbyggingu sem á sér stað um þessar mundir. Sagan á bakvið miðborgina verður sögð í myndum, módelum, textum og viðtölum. What‘s going on? New development in downtown Reykjavik Downtown Reykjavík will be in the spotlight in an exhibition in the City Hall during Design March. Specially built models, archival pictures, texts and interviews will give unique insight into the extensive developments that are taking place in the city.

Poschner stjórnar Bruckner

Harpa

14711614 1303131516377576 8983007632986932659 o

Sinfóníur Antons Bruckners eru meðal þess glæsilegasta sem samið var fyrir hljómsveit á síðari hluta 19. aldar. Mikilfenglegur hljómur þeirra er engu líkur, stórbrotnir tónflekar renna saman í áhrifamikla heild og ekki síst gefur hljómur málmblásturshljóðfæranna verkum hans einstakan lit og áferð. Sinfónían nr. 8, sem jafnan er talin með bestu sinfóníum Bruckners, var fullgerð árið 1890 og tileinkuð sjálfum Frans Jósef I. Austurríkiskeisara. „Þessi sinfónía er krúnudjásn tónlistarinnar á vorum dögum“ sagði einn hugfanginn hlustandi og tónjöfrarnir Hugo Wolf og Johann Strauss voru á sama máli. Sinfóníur Bruckners hljóma sjaldan hér á landi og sú áttunda hefur ekki heyrst í rúman áratug. Það er því fagnaðarefni að flutningur hennar nú verði í öruggum höndum Markusar Poschners, sem hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands margoft frá árinu 2009. Það er samdóma álit manna að þessi þýski stjórnandi, sem gegnir stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Bremen, hafi einstakt vald á öllum blæbrigðum hljómsveitarinnar og að SÍ leiki sjaldan betur en undir hans stjórn.

Íbúafundur um tvöföldun Reykjanesbrautar

17159090 1320772847969548 6456122706549096731 o

Bæjaryfirvöld og íbúar Reykjanesbæjar telja brýnt að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar sem allra fyrst. Umferðarþunginn er gríðarlegur með tilheyrandi slysahættu sem bæjarbúar og aðrir notendur Reykjanesbrautar hafa miklar áhyggjur af. Tilgangur fundarins er að varpa ljósi á stöðuna en einnig gefa íbúum tækifæri á að koma með spurningar og tjá sig. Íbúafundurinn hefst kl. 20:00 og áætlað er að honum ljúki um kl. 22:00. Að erindum loknum munu mælendur setjast í pallborð og svara fyrirspurnum úr sal. Dagskrá verður eftirfarandi: Kl. 20:00: Ávarp frá forseta bæjarstjórnar og fundarsetning. Guðbrandur Einarsson kl. 20:10: Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, tekur við fundarstjórn. Kl. 20:15: Ávarp frá Stopp hópnum, hópi sem berst fyrir auknu umferðaröryggi á Reykjanesbraut. Ísak Ernir Kristinsson Kl. 20:30: Yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar sem miða að auknu umferðaröryggi; hringtorg og breytt lega vega. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson Kl. 20:40: Öryggi á vegum, úttekt FÍB, félags íslenskra bifreiðaeigenda. Steinþór Jónsson formaður Kl. 20:45: Ávarp samgönguráðherra. Jón Gunnarsson Kl. 21:00: Framsögumenn setjast í pallborð og svara fyrirspurnum úr sal Kl. 22:00: Dagskrárlok

Íslenska óperan á Hönnunarmars í Hörpu

Harpa

17310182 1541352702549670 3148089398513772632 o

Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur úr rússnesku óperunni Évgeni Onegin sem Íslenska óperan setti upp haustið 2016 eru einstakt augnakonfekt og náðu að skapa andrúmsloft og umgjörð sem fangaði augað. Búningarnir eru sérlega glæsilegir og unnir af natni þar sem hvert smáatriði skiptir máli og fær að njóta sín. Uppfærslan var valin ,,Tónlistarviðburður ársins 2016" á Íslensku tónlistarverðlaununum. Sýningarstjóri er Ása Lára Axelsdóttir kjólameistari.