Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Öskudagur "Got Talent" 2017

16904861 1307126946000805 9211448979262511073 o

„Öskudagur Got Talent“ fer fram í Fjörheimum, Hafnargötu 88, á öskudag frá kl. 13 – 15. Skráning er á staðnum og eru allir velkomnir. Allir krakkar í 1. - 7. bekk eru hvattir til að líta við í Fjörheimum og flytja öskudagsatriðið sitt og láta smella af sér búningamynd Veitt verða verðlaun annars vegar fyrir skemmtilegasta atriðið í 1.-3. bekk og 4.-7. bekk og hins vegar fyrir flottasta búninginn og frumlegasta búninginn. . Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum.

Sæmundur Nr. 49

16836119 1440650659302067 3255976130785121132 o

Þann 1. mars árið 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi og næstkomandi miðvikudag verður 28 ára afmæli bjórsins. Af því tilefni munu Borg Brugghús og Sæmundur í sparifötunum fagna með útgáfu Sæmundar Nr. 49 á Kex Hostel. Um bjórinn: • Sæmundur Nr.49 er Mango Pale Ale. • Sérstaklega þróaður fyrir KEX Hostel og Sæmund í sparifötunum. • Vel gruggugur bjór með vænum skammt af mangó. • Humlaður með amerísku humlunum Citra og Equinox sem gera hann suðrænan og safaríkan. • Gerjaður með West Yorkshire gerir sem gerir hann einstaklega safaríkan og mjúkan. Herlegheitin hefjast kl. 17:00 og er bjórfólkið hjartanlega velkomið.

Stöndum þétt saman <3

Harpa

16601869 1261980207216551 5030836683894509976 o

Stöndum þétt saman! Tónleikar til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg Veglegir tónleikar með mörgum af okkar þekktustu listamönnum verða haldnir til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 1. mars næstkomandi. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Jón Jónsson, Pál Óskar Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, María Ólafsdóttir, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Haukur Heiðar og Ragnar Bjarnason. Húshljómsveitina skipa: Gunnar Leó Pálsson - trommur, Helgi Reynir Jónsson - gítar, Valdimar Kristjónsson - píanó, Baldur Kristjánsson - bassi og Þórður Gunnar Þorvaldsson - hljómborð og slagverk. Forseti Íslands flytur stutta tölu í upphafi tónleikanna og kynnir verður Eva Ruza. Miðasala á tónleikana hefst miðvikudaginn 15. febrúar hjá tix.is og harpa.is. Við skorum á fyrirtæki að hafa samband og skoða sérstaka styrktarpakka sem þeim stendur til boða. Hugmyndin að tónleikunum vaknaði hjá skipuleggjanda þeirra sem langaði að leggja björgunarsveitunum lið en mikið álag hefur verið að sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á síðustu vikum og mánuðum. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa þurft að takast á við mörg umfangsmikil og flókin verkefni á sviði leitar og björgunar að undanförnu en starf björgunarsveitanna er fjármagnað með frjálsum framlögum og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína, þar með talið tónlistarfólk og tónistar- og ráðstefnuhúsið Harpa. Styrktaraðilar ; 365 miðlar, Harpa, Græna Herbergið og Sigmenn. Nánari upplýsingar veitir: Sigurdís Sóley Lýðsdóttir, sími 775 8944.(sigurdis89@gmail.com) Andrés Magnússon, sími 844 7273.

Ambátt útgáfutónleikar á Húrra

Húrra

16402967 10212266199189681 8577251532070929616 o

Flugufen er ný plata með hljómsveitinni Ambátt sem er samstarfsverkefni listamannsins Pan Thorarensen og tónskáldsins Þorkels Atlasonar. Platan er gefin út á vínyl og stafrænt á netinu og inniheldur 7 ný lög. Flugufen hefur verið í vinnslu með hléum undanfarin 3 ár og eru þar könnuð ytri mörk ólíkra tónlistarstíla með áherslu á form og byggingu. Á plötunni leikur einnig þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky og Katrína Mogensen (Mammút) syngur. Platan er búin að fá frábæra dóma hér heima og erlendis og dottið inn á marga árslista yfir plötur ársins 2016. Flugufen fékk tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki - Raftónlist. "Flugufen er ómþýður staður. Lagt er upp með stemningu, alltumlykjandi, og platan rennur af hægð og með öryggi. Evrópsk sveimdjassstemning keyrð inn í ókennilega og alíslenska rafblöndu" Útgáfutónleikar Ambátt munu fara fram á Húrra ásamt hljómsveit miðvikudagskvöldið 1 mars og kostar litlar 1500 kr inn. Húsið opnar kl. 20.00 og mun King Lucky sjálfur (LUCKY RECORDS) sjá um ljúfa tóna eins og honum er einum lagið.! Tónleikar hefjast svo kl. 22.00. Ambátt / Hljóðfæraleikarar eru: Pan Thorarensen - Electronics Þorkell Atlason - Guitar Benjamín Bent Árnason - Drums Helgi Egilsson - Bass Sebastian Studnitzky - Trumpet Katrína Mogensen - Vocal Visual by: Guðmann Þór Bjargmundsson www.ambatt.org

Dj. flugvél og geimskip í Blikktrommunni

Harpa

16403163 1836168116652482 516335015268838784 o

Dj. flugvél og geimskip er sólóverkefni listakonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur. Tónlistin sækir áhrif í ótal heima og fjallar um óravíddir geimsins, drauga, drauma og leyndardóma hafdjúpanna svo eitthvað sé nefnt. Henni hefur verið lýst sem elektrónískri hryllingstónlist með geimívafi, sem samanstendur af fjörugum töktum, töffaralegum bassa og grípandi laglínum. Tónleikar með dj. flugvél og geimskip eru einstaklega litríkir, líflegir og fullir af ljósum og reyk. dj. flugvél og geimskip segir sögur milli laga til að veiða áhorfendur inní töfraheim. Með hjálp ótal trommuheila, hljómborða og diskóljósa er áhorfendum boðið í ferðalag um töfra-heim sem er jafn stór og hugarflugið nær.) Dj. flugvél og geimskip gaf út fyrstu plötuna sína, Rokk og róleg lög, árið 2009 og árið 2013 gaf hún út plötuna Glamúr í geimnum sem fékk frábærar viðtökur hér heima. Titillag plötunnar varð feykivinsæl og myndbandið, sem dj. flugvél og geimskip gerði sjálf við lagið, var tilnefnt sem besta myndbandið á Íslensku tónlistarverðlaununum. Platan hlaut Kraumsverðlaunin 2013. Í júní árið 2015 kom síðan út þriðja hljóðversplata dj. flugvélar og geimskips sem ber nafnið Nótt á hafsbotni en þar fjalla lögin um hafdjúpin. Platan, sem fékk gríðargóða dóma, hlaut hin eftirsóttu Kraumsverðlaun. Jafnframt kom hún út í Bretlandi í desember 2015 og var valin ein af 50 bestu plötum ársins af Line of Best Fit. Nótt á hafsbotni er þyngri í spilun en Glamúr í geimnum, en taktarnir eru dansvænni og melódíurnar eru undir áhrifum frá austrænni tónlist, m.a. Sýrlandi og Indlandi. Um mitt síðasta ár sendi dj. flugvél og geimskip frá sér sitt fyrsta lag á ensku, The Sphinx, en um þessar mundir vinnur hún að upptökum á nýrri plötu sem alfarið verða á ensku. Blikktromman Tónleikaröðin Blikktromman, sem er sjálfstæð og haldið úti af áhugafólki um gæðatónlist, er á sínu öðru starfsári en síðasta ár gekk vonum framar. Áhersla er lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af okkar fremstu tónlistarmönnum í því nána og gæðaumhverfi sem Kaldalón salur í Hörpu býður uppá. Eftir tónleikana gefst gestum kostur á að sitjast niður með drykk og útsýni yfir smábátahöfnina, með góða tónlist í bakgrunninn. Ekkert vesen, bara gæði. Meðal listamanna sem komið hafa fram á Blikktrommunni eru; Sóley, Högni Egilsson, Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla, Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson og Benni Hemm hemm, Snorri Helgason, Úlfur úlfur, President Bongo & The Emotional Carpenters, Soffía Björg & Teitur Magnússon.

Latínkvartett Tómasar R. á Múlanum

Mulinn Jazz club

16992207 1232086186846736 7715212423461352832 o

Á næstu tónleikum vordagskrár Múlans kemur fram Latínkvartett bassaleikarans Tómasar R. Einarssonar. Tómas hefur gefið út fjölmargar latínplötur á síðustu fimmtán árum, nú síðast plötuna Bongó með tíu manna hljómsveit, en hún var ein af mest seldu plötum síðasta árs og hlaut einróma lof gagnrýnenda heima og erlendis. Á tónleikunum leikur kvartett hans úrval af latínlögum hans. Ásamt Tómasi koma fram gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, Kristófer Rodríguez Svönuson sem leikur á kóngatrommur Samúel J. Samúelsson básúna og guiro og sérstakur gestur, Bogomil Font. The bassist Tómas R. Einarsson has released several CD’s with his Latin jazz since 2002, and his latest, Bongó was a best-selling album in 2016 and drew quite favourable reviews in Iceland as well as on European and American Latin websites. Einarsson will play a varied selection of his music with his Latin Quartet. Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram á miðvikudagskvöldum á Björtulöftum, Hörpu með 16 tónleikum til 17. maí. Flestir af helstu jazzleikurum þjóðarinnar koma fram í dagskránni, m.a. Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson, Tómas R Einarsson, Sigurður Flosason, Einar Scheving, Þorgrímur Jónsson, Sunna Gunnlaugs, Erik Qvick, Ásgeir Ásgeirsson, Andrés Þór Gunnlaugsson, Scott McLemore, Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal og Jóel Pálsson og fleirri og fleirri. Múlinn er að hefja sitt 21. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Kjallaradjass // Cellar jazz @Stúdentakjallarinn

Stúdentakjallarinn

17022422 1605829159442069 5683230969418199704 n

Nánar Miðvikudjass með Kjallarabandinu fyrsta miðvikudag í mánuði. Hópurinn sem gerði mánudaga spennandi í fyrsta sinn í sögunni með Mánudjass á Húrra ætlar að sanna í eitt skipti fyrir öll að miðvikudagar eru hinir nýju fimmtudagar. Þeir munu tvinna litríka samba-ryþma og almenna gleði inn í grámóskulegt háskólasamfélagið. Kvöldin eru með frjálslegu ívafi og allir sem vilja syngja, dansa eða spila á hljóðfæri eru velkomnir og hvattir til að stíga í sviðsljósið og taka þátt. Píanó, harmonikka og gítar á staðnum. Gleðin í botn! Lineup: Hrafnkell Gauti Sigurðarson - gítar Birgir Steinn Theódórsson - bassi Helgi R. Heiðarsson - sax Aðagangur ókeypis, allir velkomnir. Cellar Jazz first Wednesday every month. The Cellar band leads the way but everyone welcome to join in. We'll have a piano, accordion and guitar on the stage. Happy times! Free entrance, open to all. Tilboð á barnum/specials at the bar.