Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Freyjujazz // Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir

16991796 267894940300116 6796000921668245921 o

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni Freyjujazz, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12.15 Tríó Sigrúnar skipa Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þórður Högnason á kontrabassa og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu og básúnu. Tríóið leikur tónlist frá Brasilíu. Flestir ættu að kannast eitthvað við brasilíksu sömbuna en á tónleikaprógrammi tríósins má finna fleiri stíla frá Brasilíu eins og choro, afoxé og baião. Freyjujazz er tónleikaröð með vikulegum hádegistónleikum þar sem konur (íslenskar sem erlendar) í samvinnu við aðrar konur og/eða karla flytja vandaða jazztónlist af hvers konar tagi. Listrænn stjórnandi er Sunna Gunnlaugs Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list. Kaffihús safnsins mun verða með hádegistilboð á tónleikadögum sem eru þriðjudagar. Allir tónleikar á tónleikaröðinni Freyjujazz eru á Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7, hefjast kl 12:15 og standa í ca 30 mínútur. Aðgangseyrir er 1500 krónur og frítt inn fyrir grunnskólabörn. https://www.facebook.com/freyjujazz/ Kaffistofa Listasafns Íslands, Mom's secret café verður með Saltkjöt og baunir á boðstólum.

KexJazz // Kvartett Halla Guðmunds

Kex Hostel

16864490 1567729179921989 393411558404054798 n

Á næsta jazzkvöldi KEX Hostel, þriðjudaginn 28.febrúar, kemur fram kvartett kontrabassaleikarans Haraldar Ægis Guðmundssonar. Aðrir meðlimir kvartettsins eru þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Scott McLemore á trommur. Þeir munu leika eigið efni ásamt völdum standördum. Tónlistin hefst kl. 20:30 og er aðgangur ókeypis. KEX Hostel er á Skúlagötu 28.