Viðburðir um allt land

Skrá viðburð

Sonur, móðir, flygill og rauntímahljóðvinnsla / MMD Off Venue

Mengi

15995315 1179925328787103 6111884360160789967 o

Frumflutningur á verkinu YRKJUM eftir Tómas Manoury. Flytjendur: Edda Erlendsdóttir og Tómas Manoury. Miðaverð: 2000 krónur. Árið 2016 var Tómas Manoury tónskáld valinn til þátttöku í Yrkju með Mengi, verkefni Tónverkamiðstöðvar og Mengis. Verkefnið hófst formlega þann 31. maí síðastliðinn og lýkur með tónleikum í Mengi þar sem verk Tómasar, YRKJUM, verður frumflutt af móður tónskáldsins, Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Myrkra Músikdaga 2017. ............................................................. Tómas Manoury, (f.1979) er fransk-íslenskur tónlistarmaður. Hann spilar á ýmis blásturshljóðfæri, m.a. saxófón, túbu og munnhörpu auk þess sem hann syngur og hefur sérhæft sig í yfirtóna- og barkasöng. Ásamt því að vera hjóðfæraleikari og tónskáld spilar Tómas einnig raftónlist og hefur frá 2004 þróað tilraunakennd rafeindahljóðfæri þar sem hann notar óhefðbundin viðmót með gagnvirkni og lifandi spilamennsku í huga. Verk hans hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu og hefur hann komið fram á fjölmörgum tónleikum og tónlistarhátíðum á Íslandi og erlendis. Hann hefur á síðustu árum komið fram undir nafninu KverK sem og í dúettnum ManKan með Guðmundi Vigni Karlssyni, m.a í Belgíu og á Íslandi. Hann er stofnmeðlimur blásarahljómsveitarinnar Belgistan sem hefur frá 2001 haldið yfir 400 tónleika víðsvegar um Evrópu og Norður-Ameríku. Hljómsveitin spilaði við miklar vinsældir á Djasshátíð Reykjavíkur árið 2009. Tómas spilar einnig með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og með tónlistarmönnum á borð við Okay Temiz, Hayden Chisholm, Garreth Lubbe, Mathieu Ha, Alco Degurutieni, Benjamin Chaval, Michel Massot, Gangbé Brassband, David Koczij, Ivan Tirtiaux o.fl.. ...................................................................... Edda Erlendsdóttir hefur verið búsett í París síðan 1973 þar sem hún hefur kennt og starfað, m.a. við Tónlistarháskólann í Lyon og Tónlistarskólann í Versölum. Edda hefur haldið fjölmarga tónleika og tekið þátt í tónlistarhátíðum, m.a. á Íslandi, Frakklandi, Skandinavíu, Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Spáni, Sviss, Ítalíu, Rússlandi, Lettlandi, Úkraínu, Bandaríkjunum og í Kína. Edda tekur ríkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi, m.a. á Myrkum Músikdögum, hjá Kammermúsikklúbbnum, í Salnum í Kópavogi, á Listahátíð í Reykjavík og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2011 hélt hún einleikstónleika í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík og vígði um leið nýjan Steinway-flygil í Kaldalóni. Efnisskrár Eddu spanna allt frá elstu verkum sem skrifuð hafa verið fyrir fortepíanó til samtímatónlistar. Á Íslandi hefur hún meðal annars frumflutt 3 Prelúdíur eftir Henri Dutilleux, Sónötu nr 1 eftir Pierre Boulez og Kammerkonsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara eftir Alban Berg með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Edda Erlendsdóttir átti frumkvæði að árlegum kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri og var listrænn stjórnandi í 15 ár. Hún er einnig meðlimur í kammerhópnum Le Grand Tango, sem undir stjórn Oliviers Manoury bandoneonleikara, hefur sérhæft sig í flutningi á argentískum tangó. Edda hefur gefið út diska með píanóverkum eftir C.P.E.Bach, Grieg, Haydn, Tchaikovksky, Schubert, Liszt, Schönberg og Berg sem hlotið hafa viðurkenningu og lof gagnrýnenda. Diskur hennar þar sem hún lék einleik í fjórum píanókonsertum Haydns ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, undir stjórn Kurt Kopecky, hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010. .................................................................. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld. Verkefnið parar saman valin tónskáld úr ólíkum áttum við úrval íslenskra listastofnanna. Markmið Yrkju er að veita tónskáldum hagnýta reynslu á fyrri hluta starfsferils þeirra – brúa bilið milli háskólanáms og starfsferils. Verkefnið undirbýr tónskáldin fyrir faglega vinnu með stærri hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum hérlendis og erlendis. Tónskáldin fá þannig tækifæri til að þróa hæfileika og listrænan metnað, fá starfsreynslu og mynda mikilvæg tengsl innan tónlistargeirans. Áhersla er lögð á ferli listsköpunar og eru þátttakendur í YRKJU hvattir til að þróa hugmyndir sínar og aðferðir við sköpun. YRKJA felur í sér ráðgjafaviðtöl í Tónverkamiðstöð um starfsferil tónskáldins ásamt því að standa að fundum allra YRKJU-tónskáldanna þar sem þau deila reynslu sinni af verkefninu og skiptast á hugmyndum. Yrkja nýtur styrkja frá Reykjavíkurborg og Tónskáldasjóði RÚV. ..................................................................... ENGLISH A premiere of YRKJUM, a new piece for piano and live electronics by Tom Manoury. Performed by Edda Erlendsdóttir, piano & Tom Manoury, electronics. Starts at 9pm. Tickets: 2000 ISK The composition was created within YRKJA, a career development program for new composers managed by the Iceland Music Information Centre and sponsored by the City of Reykjavík and The Icelandic National Broadcasting Service. ........................................................................ Tómas Manoury (1979) is a French-Icelandic musician and composer who plays several wind instruments, including the saxophone and the tuba. He also plays the harmonica, as well as being a singer, specializing in overtones and throat singing. Furthermore, Tómas plays and composes electronic music and has developed experimental electronic instruments where he blends unusual combinations and interactions with live performance. In recent years, he has appeared under the artistic names KverK and ManKan with Guðmundur Vignir in Belgium and Iceland amongst other places. He was chosen last spring to be in residence for the icelandic project Yrkja-Mengi. Tómas Manoury is a founding member of the wind ensemble Belgistan which, since 2001, has held over 400 concerts both in Europe and the USA. The ensemble performed at the Reykjavik Jazz Festival in 2009 to great success. ................................................................................ Born in Reykjavik, Iceland, EDDA ERLENDSDÓTTIR studied piano at the Music College of Reykjavik and at the Conservatoire National de Musique de Paris with Pierre Sancan.She also studied with Marie Françoise Bucquet. Since 1978 EDDA ERLENDSDÓTTIR has given numerous concerts and participated in important festivals in Iceland, France, Denmark, Finland, Norway, Sweden, England, Belgium, Swiss, Italy, Germany, Russia, Latvia,Ukraine and United States. She has played piano solos with orchestras conducted by Leif Segerstam, Larry Newland, Klauspeter Seibel, Jean-Pierre Jacquillat and Miltiades Caridis. Her repertoire spans the first works written for the pianoforte (C.P.E. Bach) through contemporary works (P. Boulez), and is particularly devoted to composers such as Haydn, Schubert, Schumann, Liszt, Grieg, Tchaikovsky, Debussy, Ravel, Schoenberg, Berg. She plays with with many ensembles including Tempo di Tango, which features six classical musicians and bandoneon player Olivier Manoury She founded and directed for 15 years the Kirkjubæjarklaustur Chamber Music Festival in Iceland EDDA ERLENDSDÓTTIR has recorded many programs for radio and television, including several recitals broadcast directly on radio France Musique and the Icelandic national radio. She has also published albums with compositions by C.P.E. Bach, Edvard Grieg, Haydn , Schubert, Tchaikovsky, Scönberg and Berg to name but few. .................................................................................. YRKJA is a career development programme for new Icelandic composers managed by the Iceland Music Information Centre. The programme pairs selected composers with relevant music institutes and the goal is to provide the composers with practical experience at the start of their careers, to prepare them for professional work with orchestras, festivals and other art institutes both at home and abroad. YRKJA focuses on the creative process. It allows the composers both to develop their skills and artistic ambitions as well as form valuable connections within the cultural sector, while at the same time providing them with professional experience. YRKJA focuses on the process of composition and its‘ participants are encouraged to develop their creative techniques and ideas. The programme includes advice through interviews at the Iceland Music Information Centre and the Centre also provides all participating composers the opportunity to meet, exchange ideas and share their experiences of the programme. Yrkja is supported by the City of Reykjavík and the Icelandic National Radio Broadcasting Service.