Jónshús

Strikið 3
220, Hafnarfjörður

Viðburðir

Jazzhátíð Garðabæjar - Kvartett Katrine Madsen

Jónshús

11155101 917922438258252 6627251341593673656 o

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í tíunda sinn dagana 19. apríl til 26. apríl 2015. Laugardagur 25. apríl Jónshús, félags- og þjónustumiðstöð við Strikið 6 kl 14:00 Kvartett Katrine Madsen Ein af fremstu sönkonum Dana sækir okkur heim. Sérstök dagskrá fyrir eldri borgara Katrine Madsen: söngur Eyþór Gunnarsson: píanó Richard G. Andersson: kontrabassi Matthías Hemstock: trommur Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og listrænn stjórnandi frá upphafi hefur verið Sigurður Flosason tónlistarmaður og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar. Styrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. Jazzhátíðin hefur ávallt leitast við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi með framúrskarandi jazztónlistarmönnum sem margir hverjir eiga rætur sínar að rekja til Garðabæjar. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika jazzhátíðarinnar og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sjá dagskrá á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is.

Jazzhátíð Garðabæjar - tríó Bjössa Thor og Raggi Bjarna

Jónshús

12983263 1112815345435626 4349428397729225129 o

JAZZHÁTÍÐ GARÐABÆJAR Laugardagur 23. apríl Jónshús, Strikið 6 kl 14:00 Tríó Bjössa Thor og Raggi Bjarna Hinn síungi meistari dægurlaga og jazz, Ragnar Bjarnason, kemur fram sem gestur með þaulreyndu tríói Björns Thoroddsen. Ragnar Bjarnason: söngur Björn Thoroddsen: gítar Þorgrímur Jónsson: bassi Jón Rafnsson: kontrabassi Þórdís Claessen: trommur Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 20.-23. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Styrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn. Í ár fara allir kvöldtónleikar hátíðarinnar fram í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Dagskráin skartar fjölbreyttu úrvali íslenskra listamanna á ýmsum aldri og ólíkum stíltegundum jazztónlistar. Sem fyrr er sérstök áhersla á listamenn sem tengjast Garðabæ en listamönnum alls ótengdum Garðabæ er einnig gert hátt undir höfði. Undirþema hátíðarinnar að þessu sinni eru tengsl jazz við heimstónlist en kvöldatriði hátíðarinnar á fimmtudegi, föstudegi og laugardegi eru öll af þeim toga. Sjá alla dagskrá á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.